Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að upptaka evrunnar - 45 svör fundust
Niðurstöður

Ef Ísland gengur í ESB og tekur upp evru verða þá verð á fatnaði nákvæmlega þau sömu hér og í öðrum evruríkjum?

Stutta svarið er varla. Þótt ekki sé útilokað að verð á fatnaði yrðu í einhverjum tilfellum þau sömu hér og á meginlandi Evrópu, ef Ísland gengi í Evrópusambandið og tæki upp evru, yrði það frekar undantekning en regla. Aðild að Evrópusambandinu og myntbandalagi Evrópu gæti haft margvísleg áhrif á efnahag landsins...

Af hverju þurfa Íslendingar að fara eftir reglum sem Evrópusambandið setur, þó svo að Ísland sé ekki í ESB?

Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið er Ísland skuldbundið til að taka upp í íslensk lög þann hluta í regluverki Evrópusambandsins sem lýtur að innri markaði sambandsins. Þetta gerist með ákveðnum hætti sem lýst er hér á eftir. Íslenska ríkið er skaðabótaskylt gagnvart einstaklingum eða lögaðilum ef það vanræ...

Hver eru samningsmarkmið Íslands í landbúnaðarmálum?

Samningsmarkmið Íslands á sviði landbúnaðar og dreifbýlisþróunar í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa ekki verið fullmótuð. Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarumsókn að ESB koma þó fram ákveðin meginmarkmið sem samninganefnd Íslands og samningahópi um landbúnaðarmál er gert að hafa t...

Hvað vilja unglingar vita um ESB?

Síðastliðin þrjú misseri hefur Evrópuvefurinn staðið fyrir kynningum á vefnum í framhaldsskólum landsins. Markmið þessara heimsókna er fyrst og fremst að ræða við nemendur um mikilvægi hlutlægra upplýsinga í tengslum við Evrópusambandið og aðildarviðræðurnar og benda þeim á hvar þær er að finna. Í kjölfar kynninga...

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar B]

Það er einkum tvennt sem þarf að hafa í huga þegar menn velta fyrir sér framtíð Evrópusambandsins. Í fyrsta lagi þarf að leita aftur til þeirra hugmynda sem leiddu til samstarfsins og þess jarðvegs sem það spratt upp úr. Í öðru lagi má líta á samstarf Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins sem viðbragð við eða ...

Er rétt að Skotar hefðu þurft að taka upp evru ef þeir hefðu kosið sjálfstæði?

Ef Skotar hefðu kosið sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór 18. september 2014 hefðu komið upp fordæmislausar aðstæður bæði í Bretlandi og í Evrópusambandinu. Engin núgildandi bresk lög eða evrópskar reglur hefðu getað leyst úr öllum þeim úrlausnarefnum sem slík niðurstaða hefði haft í för með sér. Í hön...

Hver er munurinn á varanlegum undanþágum og sérlausnum í samningaviðræðum við ESB, í lagalegum skilningi?

Undanþágur og sérlausnir eru ekki lagaleg hugtök í sjálfu sér og á þeim er enginn sérstakur munur í lagalegum skilningi. Í reynd má segja að sérlausnir séu ein tegund undanþága. *** Til grundvallar viðræðum um aðild að Evrópusambandinu liggja réttarreglur sambandsins (fr. acquis communautaire). Meginreglan e...

Í hvaða málaflokkum skerti Lissabon-sáttmálinn neitunarvald aðildarríkja ESB?

Milli 1958 og 1965 þurfti einróma samþykki allra aðildarríkja EBE, sex að tölu, við nær allar ákvarðanir. Mikil stækkun sambandsins síðan hefur ýtt undir kröfur um aukna skilvirkni í ákvarðanatöku stofnana. Tillögur um atkvæðagreiðslur með auknum meirihluta í stað neitunarvalds hafa þó iðulega verið umdeildar og n...

Hvernig hefur Evrópusambandið breyst frá stofnun?

Frá 1952 voru sex þjóðríki í bandalögunum sem leiddu síðar til Efnahagsbandalags Evrópu og Evrópusambandsins: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg, en Bretland, Danmörk og Írland bættust í hópinn árið 1973, Grikkland árið 1981, og Spánn og Portúgal árið 1986. Síðan Evrópusambandið (ESB...

Hafa heildaralþjóðaviðskipti einstakra landa aukist eða minnkað við inngöngu í ESB?

Almennt virðist reyndin vera sú að heildaralþjóðaviðskipti aðildarríkja Evrópusambandsins hafi aukist við inngöngu í sambandið. Sú var raunin í tilviki fjölmargra Mið- og Austur-Evrópulanda sem gengu í sambandið árið 2004. Hið sama má segja um mörg önnur aðildarríki, ef ekki öll. *** Það er merkilegt að áhr...

Hvernig breytist húsnæðislánamarkaður ef við göngum í ESB? Mun verðtryggingin hverfa og gætu Íslendingar þá tekið lán í evrópskum bönkum?

Ekki er líklegt að margt mundi breytast á íslenskum húsnæðislánamarkaði með aðild að Evrópusambandinu. Töluverðar breytingar gætu hins vegar orðið við aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópusambandsins og jafnvel í aðdraganda þess. Í flestum löndum á evrusvæðinu eru breytilegir vextir, bundnir til eins árs eða ...

Hverjar eru helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu?

Helstu breytingarnar sem urðu á stofnunum Evrópusambandsins við aðild Króatíu eru þær að atkvæðavægi í ráði Evópusambandsins hefur breyst, Evrópuþingmönnum fjölgaði um tólf, framkvæmdastjóri frá Króatíu hefur verið skipaður og skipting á heildarhlutafé Seðlabanka Evrópu hefur verið endurmetin. Upptaka evru og aðil...

Hvað teljið þið helst til tíðinda í yfirlýsingu Merkel og Sarkozys frá 16. ágúst? [Fréttaskýring]

Í fyrsta lagi gefur yfirlýsing Merkel og Sarkozys tilefni til að hugleiða stöðu smáríkja sem hafa barist í bökkum að undanförnu. Í öðru lagi förum við nokkrum orðum um stöðu evrukerfisins, kosti þess og galla. Þá ræðum við hugmyndir um samræmdan fyrirtækjaskatt í Þýskalandi og Frakklandi, og að lokum er hér fjalla...

Hvaða ESB-ríki utan evrusvæðisins uppfylla Maastricht-skilyrðin?

Danmörk var eina ríkið, af þeim tíu ESB-ríkjum sem standa utan evrusvæðisins, sem uppfyllti öll Maastricht-skilyrðin árið 2011, þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn á Alþingi í febrúar 2013. Einungis þrjú ríki uppfylltu skilyrðið um verðstöðugleika og fimm ríki uppfylltu skilyrðið um vexti. Þr...

Tímaás Evrópusambandsins, aðdraganda þess og umhverfis

1400-1914 Eftir að þjóðríki tóku að myndast í Evrópu á miðöldum háðu þau fjölmargar styrjaldir sín á milli um auð og völd, landamæri, trúarbrögð og fleira. Þetta á ekki síst við um England og þau ríki sem stóðu þar sem nú er Frakkland og Þýskaland. 1648 Friðarsamningurinn í Westfalen, að loknu 30 ára stríðinu, ...

  • Síða nr. 1 2 3

Leita aftur: